Punktur Punktur – Nr. 4 Bergrún Íris Sævarsdóttir, teiknari by Hlaðvarp Heimildarinnar published on 2019-09-25T19:33:10Z Í fjórða þættinum segir Bergrún Íris, teiknari og rithöfundur okkur frá því hvernig hún fann starfsferil sinn. Við tölum um hvað samanburður er hættulegur og getur slökkt allan neista og gleði í því sem maður tekur sér fyrir hendur og að það sem öllu máli skipti er að hafa gaman að því sem maður gerir. Við snertum aðeins á þeirri risastóru spurningu hvert hlutverk barnabóka, eða bóka yfir höfuð, er á okkar tímum og lítum á jákvæðar hliðar tækninnar í tengslum við bækur og lestur barnanna okkar.