bók um bók og fleira Reykjavík „Bók um bók og fleira“ kom fyrst út árið 1980 og er afrakstur samtals Magnúsar Pálssonar og nemenda hans í nýlistardeild í Mynd- og Handíðarskólanum á sínum tíma. Umræðuefnið var bókin sjálf og eiginleikarnir hennar. Um er að ræða einu bókina sem hefur komið út á Íslandi sem fjallar um sjálfa sig. Í bókinni má meðal annars sjá hvernig nemendurnir reyndu að skapa sér ramma í samtali sínu með að setja fram krossapróf í von um að niðurstöður þess myndu skýra fyrir þeim þetta hvað fyrirbærið bók er. Niðurstöður krossaprófsins fullyrðir að bók er aðeins 80% bók en kú 100%. Að lokum teygir samræðan anga sína í kringum þetta tiltekna viðfangsefni og nemendurnir taka fram að hún hafi útlistað lífskoðanir þeirra, heimspeki, pólitík, trúarskoðanir og yfirleitt allt það sem þeim varðar á þeim tíma sem bókin var sköpuð. Listamennirnir að baki bókinni eru: Ari Kristinsson, Daði Guðbjörnsson, Eggert Einarsson, Haraldur Ingi Haraldsson, Hulda Ágústsdottir, Hulda Hákonardóttir, Hörður Bragason, Kristján Steingrímur Jonsson, Magnús Palsson, Ómar Stefansson, Pétur Magnússon bók um bók og fleira’s tracks Fyrrum kjölur by bók um bók og fleira published on 2012-12-17T22:32:38Z Veik bók by bók um bók og fleira published on 2012-12-17T22:27:14Z Teygjanleg bók by bók um bók og fleira published on 2012-12-17T22:18:01Z Seinni heimsstyrjöldin sem bók by bók um bók og fleira published on 2012-12-16T15:53:45Z